Glanni
Glanni er fallegur foss í Norðurá og Paradísarlaut er skammt frá fossinum. Keyrt er meðfram golfvellinum Glanna að fossinum. Frá bílastæði og þjónustuhúsi er gönguleið að fossinum og búið er að gera góðan útsýnispall þaðan sem fossinn sést vel.
Í þjónustuhúsinu er hægt að kaupa veitingar og þar er opið yfir sumarmánuðina.
Staður: Skömmu áður en komið er að Bifröst er beygt út af þjóðvegi no 1, afleggjari vel merktur.