Site menu:


Djúpalónssandur

Djúpalónssandur er skemmtileg malarvík með ýmsum furðulegum klettamyndunum.

Á árum áður var þar útgerð og verbúðarlíf og þótti mönnum þar reimt. Frá þeim tíma eru 4 aflraunasteinar sem liggja undir kletti þegar komið er niður á sandströndina; Fullsterkur 154 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 54 kg, Amlóði 23 kg. Vinsælt er að reyna krafta sína á steinunum.

Breski togarinn Epine GY 7 frá Grímsby fórst í aftakaveðri fyrir utan Djúpalónssand í mars 1948. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 manns fórust. Járn úr skipinu er á víð og dreif um sandinn.

Staður: Á sunnanverðu Snæfellsnesi, um 10 km frá Hellnum út frá vegi 574.