Site menu:


Áhugaverðir staðir

Rétt við höfuðborgarsvæðið en þó langt í burtu frá erli borgarinnar er Vesturland, ákjósanlegur áfangastaður þar sem saga, menning og náttúra landsins blandast saman og skapa einstaka upplifun fyrir hvern ferðamann.

Vesturland er fjölbreytt svæði þar sem náttúran býður upp á allt sem Ísland prýðir, fallega dali, firði, eldfjöll og gíga og síðast en ekki síst strandlengju sem á fáa sína líka.

Borgarfjörður þar sem sagan er við hvert fótmál og hægt er að ferðast á slóðum Egils Skalla-Grímssonar, Snæfellsnes með Snæfellsjökul sem vakir yfir ferðalöngum og fyllir þá dulúðugri orku, Hvalfjörður, sem er einn af fegurstu fjörðum landsins geymir hæsta foss Íslands og Dalir þar sem þú getur farið í fótspor Leifs heppna og föður hans Eiríks Rauða eða heimsótt Hvamm þar sem Auður djúpuðga ríkti.

Stuttar og greiðfærar vegalengdir á milli allra svæða og frá höfuðborgarsvæðinu gera ferðalöngum kleift að upplifa Vesturland á þægilegum hraða allt árið um kring.